carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Sr. Vader (framhald) · Heim · Kemst þótt hægt fari: Súrdeig »

Höfundavörn eða ekki?

Carlos @ 09.24 20/6/08

ccDavid Pogue, greinahöfundur NYT skrifaði áhugaverða grein (skrá sig til að lesa, kostar ekkert) í dag. Hvaða áhrif hefur það að gefa út rafræna útgáfu prentverka sinna? Eykur það söluna, hefur það engin áhrif eða eyðileggur það fyrir sölunni af því að fólk deilir hugverkum ókeypis (=stelur) eins og að drekka vatn?

Í einskonar svari veltir John Caddell upp spurningunni um það hverjir hafa tekjur af rafrænni útgáfu. Svar hans er:

  • Digital distributors (i.e., ISPs like Comcast) make money through subscriptions
  • Directories and aggregators (like Google) make money through advertising
  • Creators make… nothing?

Hann segir að ef svo fer að höfundar fái eingreiðslu fyrir verk sín óháð sölu þá sé það í hag þeirra að snúa sér að því sem auðveldar þeim að greiða húsnæðislánin.

Mér sýnist ljóst af þessu að eingöngu þeir sem fá greitt annars staðar frá en af sölu verka sinna hafi ráð á að gefa verkin sín út rafrænt, annaðhvort sem hluti starfs síns við háskóla (TPOL) eða af fengnum styrk frá opinberum stofnunum eða einkaaðilum.

Myndin hér fyrir ofan er tekin af vef Creative Commons og er kápa tónlistardisks, sem öllum er frjálst að sækja og dreifa

url: http://carlos.annall.is/2008-06-20/hofundavorn-eda-ekki/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli