carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Flickr · Heim · Bökunardagur »

Nýr vefur – tengdur Flickr

Carlos @ 18.46 1/8/08


Setti upp nýjan Wordpressvef fyrir Hraunavini. Byrjaði um kaffileytið í gær og vann að þessu í nokkra tíma í dag milli þess sem ég bakaði 5 kg af rúgbrauði og þvoði þvott. Blessaður heimilisiðnaðurinn er farinn að taka á sig klassíska mynd – vefnaður, brauðbakstur …

Þegar ég leitaði að hentugu sniðmáti rakst ég á þann möguleika að tengja Flickr og Wordpress saman á afskaplega dýnamískan hátt. Nú er hægt að blogga í Wordpress frá Flickr og með tilteknu plöggi, er hægt að birta heila myndabanka í Wordpress, sbr. Flickrsíða Hraunavina. Plöggið heitir Flickr Photo Album for WordPress og leyfir með smá vandvirkni má meira að segja tengja heilan Flickr hóp við WordPress undirsíðu.

Vinnuferlið getur þá litið svona út:

  1. Myndir fluttar úr myndavél í iPhoto og settar í albúm.
  2. Myndir fluttar beint úr iPhoto í Flickr með hjálp FlickrExport (FlickrExport er einnig til fyrir Aperture). Ég veit ekki um einfaldari leið til að koma miklu magni mynda og skýringartexta tögguðum og flokkuðum á Flickr, en ég hef heldur ekki leitað lengi.

Blogg fer síðan fram með eftirfarandi leiðum:

  1. Bloggfærsla búin til í Flickr og send til bloggs
  2. Bloggfærsla búin til í WordPress
  3. Bloggfærsla búin til í tölvupósti og send til bloggs í gegnum póstþjón

Kostnaður af vef sem hraunavinir.net er hverfandi.

  • Hýsing hjá Bluehost $6.95 m.v. tveggja ára samning, eitt lén innifalið (.com, .net, .info, .org)
  • Sniðmátið sem ég nota heitir PressBox og kostar $45, auðvitað get ég líka notað ókeypis sniðmát eins og Mandigo, sem er íslenskað og hefðbundnara í útliti
  • Flickr áskrift kostar $24.95 á ári (felur í sér ótakmarkað upphal og geymslupláss) auk þess sem hægt er að eiga við myndirnar lítillega á vefnum í gegnum Picknik, ef maður hefur ekki Photoshop við hendina. Ég var búinn að skoða nokkur ljósmyndagagnabankakerfi, s.s. Coppermine en fannst of lítið notendavænt og of erfitt að finna leiðir til að setja margar myndir í einu upp í þau. Tími minn er dýrmætari en ársáskrift að Flickr og með því að stofna Flickr hóp eru eiginleikar þess sem félagsvefur vel nýttir í þágu Hraunavina.
  • Flickr Photo Gallery er ókeypis en er þakklátur frjálsu framlagi fyrir afnotin af hugbúnaðinum
  • FlickrExport frá Connectedflow kostar £12

Kostnaður við hugbúnað og hýsingu er því um $ 155 á fyrsta ári, eftir það $ 85 á ári, sem er vel sloppið. Nýr, dýnamískur, notendavænn og vel útlítandi fyrir innan við kr. 15.000 / 8.000!

Tíminn sem fór í uppsetninguna og lítillega aðlögun vefsins (án þýðingarvinnu – ég veit ekki enn hvort félagið samþykkir að nota þetta útlit eða vill fá annað snið) er um 12 klst. Auðvitað hjálpar það að hafa sett upp nokkra WordPressvefi og bloggað hér á annál. Ég býst við að eyða öðrum 12 – 30 tímum í uppsetningar og fínpússningu vefsins – en þá verður hann líka afar myndarlegur og vinnuferlið vel útskýrt í skrifuðu og kvikmynduðu formi. Í félagsskap sem Hraunavinum tekur maður ekki fyrir svona vinnuframlag. Ég býst við að eyða svona 50 – 70 tímum í uppsetningu, viðhald, gerð handbóka og þjálfun á árinu.

Næstu handtök verða að búa til póstlista og félagaskráningu á vefnum. Síðan kynningar og þjálfun. Þar á eftir að tengja hann við banka þannig að hægt sé að taka við framlögum í gegnum hann.

url: http://carlos.annall.is/2008-08-01/nyr-vefur-tengdur-flickr/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

User links about "flickrexport" on iLinkShare @ 14/10/2008 09.03

[...] saved by anesti 1 days ago3 votesLightroom 2.0>> saved by cagribeykantura 1 days ago3 votesNýr vefur – tengdur Flickr>> saved by ricardoole 1 days ago2 votesFrasier Speirs on the App Store>> saved by maxene08 10 days [...]


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli