carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« ICESAVE, Bretar og ríkisstjórnin · Heim · De bombet det sentrale grönnsakmarkedet i Gazaby … »

Vinsælasta bloggið

Carlos @ 16.14 31/12/08

 

blogg.gattin.is 31.12.2008 kl. 16

blogg.gattin.is 31.12.2008 kl. 16

Gaman að sjá hvað þarf til að ná því að verða vinsælasti bloggarinn á Blogggáttinni, blogga nógu oft á dag. Kannski formúla Jónasar Kristjánssonar um blogg sé það sem blífur, vilji maður skora á þeim vettvangi. Innan um þá sem slóu í truntuna á síðustu dögum, eru sannkallaðir ofurbloggarar eins og Lára Hanna sem hefur innihald, lesendur og athugasemdir umfram fjölda pósta.

url: http://carlos.annall.is/2008-12-31/vinsaelasta-bloggid/

Athugasemdir

Fjöldi 3, nýjasta neðst

Matti @ 31/12/2008 16.30

Ég er kominn upp fyrir Láru Hönnu. Sjáum til hvar þetta endar.

Carlos @ 31/12/2008 16.32

Með þessu áframhaldi verðið þið Árni búnir að afhjúpa veikleika Blogggáttarinnar með bloggslag ykkar.

Carlos @ 1/1/2009 14.58

Og þá er Matti kominn upp í þriðja sætið, Óli Gneisti í áttunda og Árni Svanur í fimmtánda. Salvör rétt slefar inn á listann í 25. sæti og Lára Hanna vermir það sjöunda. Þetta segir mér að vinsældalisti Blogggáttarinnar er ekki eins áreiðanlegur og Modernus – og fjöldi athugasemda við einstaka pósta hefur væntanlega meira að segja um vinsældir en sjálfvirkir teljarar.


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli