carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« “Frjálslyndur” fýlukall · Heim · Kreppukaup »

Kreppufóttau

Carlos @ 16.33 12/5/09

Ég er ekki frá því að ég hafi gert nokkuð góð kaup í þessu notaða skótaui frá breska hernum. Sexþúsund krónur parið hingað komið – rúmar þrjúþúsund krónur fyrir skóna og flutning, tæpar þrjúþúsund aðflutningsgjöld (umsýslan og vsk). Þykkir gúmmísólar, þykkt leður og líta ljómandi vel út á fæti. Nánar á vef Becketts.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég kaupi skó án þess að máta þá. Ég var ekki svikinn, þeir eru þæginlegir. Ég hefði mátt kaupa aðeins minni skóstærð. Þeir verða fínir með þykkum sokkum. Nú er bara að finna svipaða í brúnu.

Ég hefði auðvitað geta keypt þá nýja og ótilgengna, en nískupúkinn ég vildi ekki borga helmingi hærri upphæð. Mismuninn er hægt að nota til að kaupa hráefni í fjórar eða fimm máltíðir fyrir fjölskylduna hér heima.

url: http://carlos.annall.is/2009-05-12/kreppufottau/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli