carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Verðkönnun á tölvum · Heim · Lækkanir í Bretlandi, hækkanir hér »

Rekstrarleigubílar og önnur SNAFU

Carlos @ 22.48 16/5/09

Skuldir á bak við bíl sem hægt hefði verið að selja á 3 milljónir í dag standi í 6 milljónum. Umboðin sitji uppi með mismuninn. 6000 bílar komi inn á næstu 3 árum.

Özur (formaður bílgreinasambandsins) segir tvær lausnir mögulegar á þessu vandamáli. Önnur þeirra sé að miða við gengið fyrir 5-8 mánuðum. Fjármögnunarfyrirtækið hafi boðið þessa vöru og ættu að taka þátt í að leysa vandamálið. – http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item266019/

Hvað með þá einstaklinga sem sitja uppi með verðlausa bíla og lánaafborganir á ofurgengi? Eiga fjármögnunarfyrirtækin ekki að koma að lausn þessa líka, enda seldu þeir gallaða vöru? Hvað með að miða gengið við það sem það var í upphafi árs – þannig væri e.t.v. hægt að takmarka skaðann sem einstaklingar verða fyrir af glannaskap fjármögnunarfyrirtækja, banka og útrásarvíkinga!

url: http://carlos.annall.is/2009-05-16/rekstrarleigubilar-og-onnur-snafu/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli