carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Kreppukaup · Heim · Rekstrarleigubílar og önnur SNAFU »

Verðkönnun á tölvum

Carlos @ 11.44 16/5/09

Tölvutek er ekki dýrasta tölvubúðin í bænum, síður en svo. Saturn er ekki ódýrasta raftækjaverlsunin í Þýskalandi. Samt virðist meir en 50% verðmunur á nánast sömu Packard Bell fartölvu í þessum verslunum, Tölvutek í óvil. Sú sem er seld í Reykjavík hefur 1 gb RAM meir en sú í Þýskalandi, íslenskt ábyrgðarskírteini, og hefur komið með flugi til landsins, þá munar fjörtíuogfimmþúsund krónum. Tölvan kostar €449 í Þýskalandi en €705 á Íslandi. Meira á tvíti þessa morguns.

Því miður gildir þetta um fleiri vörur. Þannig kosta sambærilegir Mac Mini rétt innan við hundrað þúsund krónur í Saturn en tæplega hundrað og þrjátíuþúsund í IceMac á Laugaveginum. Menn gætu núna talað um ábyrgð og flutningskostnað en dæmin af  BT og Humac sanna að stundum fellur ábyrgðin á gjaldþrota fyrirtæki og hið nýja er laust úr snörunni.

Myndvísun: It’s just Jack á Flickr.

url: http://carlos.annall.is/2009-05-16/verdkonnun-a-tolvum/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

carlos.annáll.is - » Lækkanir í Bretlandi, hækkanir hér @ 24/5/2009 18.15

[...] (ef ekki í orði þá á borði). Íslendingar borga uppsett verð. Jafnvel þótt varan sé helmingi ódýrari á markaðinum í Kaupmannahöfn eða [...]


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli