carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Fagsmökkun kaffis · Heim · Appelsínuöndin »

Grænmetissúpa

Carlos @ 11.26 28/6/09

Eldaði þessa fyrir hóp af ungu fólki (18 – 30 ára). Eldunartími um 60 – 90 mínútur. Uppskriftin dugir fyrir 30 – 40 manns. Vandamálið við eldamennsku af þessu tagi er stærð pottsins, hellunnar og kryddmagnið. Ef ofkryddað þá þarf að bæta við vatni. Ef of veik má bæta við grænmeti og mauka það þegar það er soðið.

  • 1 kálhöfuð
  • 2 gulrófur
  • 1,5 kg kartöfflur
  • 2 kg gulrætur
  • 6 laukar
  • 1 hvítlaukur (8 rif)
  • 4 lárviðarlauf
  • Steinselja
  • Pipar, salt

Byrjað á því að skera niður kálið og soðið í vatni, síðan laukurinn, lárviðarlaufið, rófur, gulræturnar og loks kartöflurnar. Vatni bætt við í lítravís eftir því sem suðan kemur upp og haldið sjóðandi.

Þegar síðasta grænmetið er komið í pottinn, er það soðið þangað til það er sæmilega meyrt. Lárviðarlaufið fjarlægt. Síðan er öll súpan maukuð með töfrasprota.

Bæta má við grænmeti að vild (bragð og áferð), t.d. mais, tómatar, gúrkur, papríka og hitað þangað til heitt í gegn. Kryddað að smekk, t.d. með engifer, pipar, chillipipar …

url: http://carlos.annall.is/2009-06-28/graenmetissupa/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli