carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Appelsínuöndin · Heim · Kynslóðir koma og fara »

Borgunarmaður?

Carlos @ 20.58 1/7/09

DV beinir sjónum okkar að fimmþúsundmilljón króna lánum tveggja stjórnenda Kaupþings. Þeir munu ekki þurfa að standa skil á, og væntanlega fá niðurfellt. Enda eru hlutirnir sem þeir peningar áttu að kaupa orðnir verðlausir. Þeir nutu að vísu valdanna sem fylgdu hlut þeirra og völdin notuðu þeir til að setja upp svikamyllu sem fær Nígeríusvidlara til að grænka af öfund. Ætli þeir munu þurfa að greiða skatta af niðurfellingu lánanna?

Ég náði ég líka áfanga í dag, klippti í sundur MasterCard greiðslukorti hjá SPRON/Kaupþingi. Það er nú samt ekki svo gott að ég geti fengið það, sem ég skuldaði þar, niðurfellt. Það var of lítil upphæð til þess, og ég gat vel borgað. Bankann eða aðra varðar ekkert um það hvort það sem ég keypti fyrir peningana er verðlaust eða ekki. Ég greiddi skatta af þeim peningum sem ég notaði til að halda í orðspor mitt sem borgunarmanns.

Ég skal segja mig í viðskipti við Kaupþing daginn sem bankastjórar og aðrir sem fengu persónuábyrgðir niðurfelldar, greiða lán sín upp. Ekki fyrr.

url: http://carlos.annall.is/2009-07-01/borgunarmadur/

Athugasemdir

Fjöldi 1, nýjasta neðst

Hákon Jóhannesson @ 1/7/2009 21.38

Þetta kalla ég að láta verkin tala.


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli