carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Kynslóðir koma og fara · Heim · Bauna- eða kornbuff »

Sigur, jafntefli og tvisvar tapað spil

Carlos @ 13.03 29/8/09

Það þarf sterkar taugar og góðan maga til að þola þetta! Það gæti verið verra, t.d. enginn sigur, tvö jafntefli og eitt tapað spil. Ég sá mann fórna höndum vegna hins síðarnefnda. Sá var nýkominn úr óbyggðum og ákvað að halda áfram að fylgjast ekki með.

Nei, ég er ekki að skrifa um pólítík heldur þýska fótboltann. Liðið mitt, KSC er hið fyrra. Það leikur í annarri Bundesligunni og var að tapa 0:4 fyrir St. Pauli. Orð fá ekki lýst því sem fer um hugann, munn ….

Hitt liðið er FC Bayern München, sem leikur í Bundesligunni og er í fjórtánda sæti. Ef þeir vinna í dag geta þeir potast upp á við …

Krakkarnir í skólanum, nemendur mínir spyrja mig gjarnan með hvaða liði ég haldi í ensku. Svarið er einfalt. Ekkert. Engan áhuga. Núll. Ég held með mínu heimaliði og það er Karlsruhe, sama hvað gerist.

Tek á móti samúðaróskum hér fyrir neðan en væri fegnari ef einhver gæfi mér áskrift að sýrubindandi magalyfjum og róandi.

Myndin er frá betri tíma, þegar liðið var á leiðinni upp í Bundesliga (2007), fengin frá http://www.flickr.com/photos/boersenbalou á Flickr.

url: http://carlos.annall.is/2009-08-29/sigur-jafntefli-og-tvisvar-tapad-spil/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli