carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Sigur, jafntefli og tvisvar tapað spil · Heim · Sveppir í náttúru Íslands »

Bauna- eða kornbuff

Carlos @ 16.18 13/9/09

Leit að uppskriftum skilaði mér til Sollu á Grænum kosti. Eftir að hafa skoðað nokkrar uppskriftir hjá henni og skv. Google leit, ákvað ég að nota mér grunnregluna 1/4 baunamauk, 3/4 hrísgrjón eða bygg. Hér á eftir kemur mín útfærsla af þessu:

  • 1 bolli linsubaunir, soðnar í 15 mínútur með nokkrum cm af Kombu þangi (til að brjóta niður prumpuprótínin)
  • 3 bollar bankabygg frá Vallanesbóndanum soðið í 40 mínútur
  • nokkur hvítlauksrif, nokkrar gulrætur, nokkrir laukar rifnir í matvinnsluvél
  • Óreganó, salt, pipar, papríkuduft, sesamolía, rauður pipar, sojasósa og sveppakraftur (grænmetiskraftur), tvö egg (til að milda hráabragðið af mjölinu).
  • Öllu hrært saman. Þykkt með hafragrjónum og grófmöluðu speltmjöli (það var til á bænum, annars má nota kartöflumjöl, maismjöl …) og látið standa um stund til að þykkja. Þykktin svipuð og á þungu gerbrauði. Bollurnar mínar gátu ekki dottið í sundur þótt þeim væri borgað fyrir það!
  • Velt upp úr raspi, sesamfræjum, eða hverju sem tínist til (kókosmjöl, möndlur … )
Það borgar sig að krydda sterkt, ef þetta þarf að geta staðið eitt og sér (t.d. í hamborgurum), annars finna góðar sósuuppskriftir. Hentar vel sem málsverður við dúkað borð eða sem nesti í skóla.

Uppskriftin mín skilaði mér um 3,5 l af deigi, nóg fyrir um 20 manns með meðlæti. Áætlaður hráefniskostnaður um kr. 500.

url: http://carlos.annall.is/2009-09-13/bauna-eda-kornbuff/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli