carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Sveppir í náttúru Íslands · Heim · Sacrilege »

Endurskoðun sögunnar

Carlos @ 20.48 25/9/09

Árið 1989 féll Berlínarmúrinn. Árið 1990/91 seldi Kohl stjórnin flokksgæðingum Leuna verksmiðjurnar, en þær eru risavaxinn atvinnuveitandi í gömlu Austurþýskalandi, stofnuð í fyrra stríðinu.

Endurreisnin tók á sig þá mynd að allt sem hafði verið var tekið niður og allt sem varð, var flutt inn frá vestrinu. Gömlu topparnir og millistjórnendur voru látnir fara svo og þeir fremstu meðal verkamanna. Byggt var frá núllpunkti nánast.

Engu var sleppt. Ekki heldur sögunni, en þýska Wikipedía (http://de.wikipedia.org/wiki/Leuna-Aff%C3%A4re) er furðulega þögul um málið. Af því að þeir sem eftir eru, þora ekki að segja frá. Áhugavert er fyrir okkur, að Eva nokkur Joly kom að rannsókninni …

Þannig verður Ísland á morgun. Bloggarar virðast fara úr límingunum yfir því að Davíð Oddson komist til þess að hafa áhrif á það hvernig sagan verður skrifuð. Mér finnst það aumt, ef við náum ekki að halda uppi háværu og merkingarbæru andófi við sögufölsun þeirra sem geta falsað.

Þjóðin kom Davíð út úr Seðlabankanum. Ætli hún geti ekki skrifað sína sögu sjálf, ef hún vill.

url: http://carlos.annall.is/2009-09-25/endursko%c3%b0un-sogunnar/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli