carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Fluttur með 300 færslur · Heim · Uppgjöf – WWJD »

Uppgjöf

Carlos @ 11.51 27/6/11

Ég ætlaði ekki að nota þetta blogg framar. Eftir að prestsköllunin var kæfð fyrir mér, sá ég engan tilgang til að blogga framar um guðfræðileg mál.

Uppgjafaprestur hefur enga rödd sem hlustandi er á, allavega ekki ef maður áheyrandi er enn embættismaður í kirkjunni sinni og hugsar meir um frama sinn en góðu hófi gegnir.

Kannski er þessvegna lag að stíga upp á sápukassa og láta vaða. Guð veit að nú er nauðsyn.

Ég drippla boltanum. Spaðinn er í hendinni. Ég horfi á andstæðinginn. Horfi niður aftur og drippla. Horfi á netið vinstra megin við mig. Drippla aftur.

Uppgjöf.

url: http://carlos.annall.is/2011-06-27/uppgjof/

Athugasemdir

Fjöldi 7, nýjasta neðst

Pétur Björgvin @ 27/6/2011 12.29

… er þetta nokkuð spurning um hvar er skrifað, heldur hvar?

Pétur Björgvin @ 27/6/2011 13.35

nei, Pétur, hugsa fyrst, skrifa svo. Þetta átti að vera:

…er þetta nokkuð spurning um hvar er skrifað, heldur hvað?

Carlos @ 27/6/2011 13.43

Var að velta því fyrir mér hvenær þú tækir eftir þessu, Pétur. Svarið við spurningu þinni er að hvort tveggja, hvað og hvar, hver og hvernig, í hvaða samhengi og hvaða formi skiptir allt máli.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 27/6/2011 19.58

“Húrra” segi ég bara :)

Carlos @ 27/6/2011 20.12

Hví þá, Hjalti? Takk samt, held ég.

Hjalti Rúnar Ómarsson @ 27/6/2011 20.24

Ég hef bara gaman af opinskáum umræðum um trúmál og að eiga í rökrildum við menn á sápukössum. ;)

Carlos @ 27/6/2011 20.35

LOL – þú finnur kannski einhvern sem er sama sinnis í þetta sinn. Ég er samt ekki að hugsa um að fjalla um trúmál heldur kirkjupólítík. Ekki skemmtilegt viðfangsefni en nauðsynlegt alla vega núna.


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli