carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« Uppgjöf – Ég mun ekki fyrirgefa! · Heim · Vörn í guðlastsmálinu »

Art of War

Carlos @ 08.35 30/6/11

Deila og drottna?

Auðvelt er að halda velli ef maður sker andstæðing við trog. Góð forvörn fyrir framtíðarleiðtoga af gamla skólanum er að finna sér andstæðinga af einhverju tagi, einangra þá og kalla þá nöfnum, s.s. svartstakka. Þeir ná að verða e.t.v. 10 – 15% af heildinni og munu aldrei komast til valda (nema e.t.v. í lýðræðissamfélagi?). Þeir síðan finna sér andstæðinga sem ná e.t.v. 10 – 15% af samkundunni sem eru frjálslyndir eða mannréttindasinnar, bera uppi heitu málunum og ryðja þeim braut. Gott er að vera í miðjumoðinu, eða eins og Anna í Birkihlið sagði fyrir mörgum árum:

Þegar einhver nýr kemur í þorpið, bíð ég með að gefa mig fram við hann. Ef talað er illa um hann, hef ég samband. Þá veit ég að eitthvað er spunnið í hann.

Góður stjórnandi lætur fylkingarnar berjast gefur báðum undir fótinn, gefur báðum dúsur en tileyrir hvorugri.

Art of War eftir SunTzu [SunZi] – enskur texti.

url: http://carlos.annall.is/2011-06-30/art-of-war-by-suntzu-sunzi-english-hypertext/


© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli