carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf

« María, veik hóra á batavegi? · Heim ·

Vantrúin og trúnaðurinn

Carlos @ 10.34 15/10/12

Sýnist mjög lítið hafa breyst eða þokast siðferðilega í spurningunni um það hvort siðlegt sé að nota gögn sem lekið er til manns (sbr. https://www.facebook.com/notes/carlos-a-ferrer/punktar-úr-umræðu-vantrúar-vs-bjarna-randver-sigurvinsson/10150554735340146 og http://www.vantru.is/2012/10/14/10.00/). Ekki að ég ætlist til þess að samræður á vefriti Vantrúar leiði til niðurstöðu, til þess eru menn of fastir í skotgröfum sínum, sem þar ræða. En umhugsunarefni er samt hvort leki gagna sé þjófnaður, hvort hann er alltaf rangur og hvort notkun gagna sem lekið er sé réttlætanleg undir vissum kringumstæðum.

Reyndar kom upp aukaspurning á vef DV þar sem fjallað er um hluta málsins (http://www.dv.is/frettir/2012/10/14/saka-aeskuvin-bjarna-randvers-um-thjofnad/). Sigrún Katrín Kristjánsdóttir segir í athugasemd:

Lagalega séð þá er allt sem þú setur á netið orðið að opinberum gögnum. Þá gildir einu hver markhópur vefsins er (að því gefnu að þetta sé ekki innri vefur). Það má hver sem er taka hvað sem er af þessum vef og copy/peista hvar sem er, að því gefnu að hann vitni í heimildir. Þetta er NB ástæðan fyrir því að það er alltaf hlegið að þeim þegar þeir eru að reyna (í tvígang) að leggja fram kæur vegna einhver sem hefur verið tekið af umræddum vef og notað gegn þeim. Ég hvet þig aftur til þess að lesa það. Það er alveg með ólíkindum og sennilega megin orsök fyrir því að þeir töpuðu trúverðugleikanum.

Glærurnar sem komu öllu af stað voru á Uglu HÍ, sem er lokaður, innri vefur. Til að koma þeim til félaga í Vantrú þurfti að leka þeim til þeirra, nemandi í námskeiðinu fremja trúnaðarbrot. Gerum ráð fyrir því að spjallborð Vantrúar sé innri vefur, og að til að Bjarni Randver geti tekið gögn þar af, þurfi að hafa komið til leki eða innbrot. Gerum loks líka ráð fyrir því að póstlisti presta sé á innri vef. Ekkert af þessu ætti að teljast birt efni … eða hvað? Hafi ég rétt fyrir mér, hafa þessi gögn nú stöðu stolinna gagna. Öll … eða ekkert.

Nú kemur efnislega og praktíska spurningin. Er hægt að ætlast til þess að stríðandi aðilar loki augum fyrir upplýsingum sem þeim er fengið í hendur og gagnast? Er göfugt eða bara heimskulegt að nota ekki gögn sem gagnast baráttunni?

Skoðum mál gegn Bjarna Randver Sigurvinsson með gögnum sem ætluð eru nemendum og Vantrú nýtti sér án leyfis höfundar.

  • Þeir hefja stjórnsýslumál og fjölmiðlamál gegn Bjarna Randver, þ.e.a.s. á þremur stöðum í Háskóla Íslands og á vefriti Vantrúar og vefjum tengdum meðlimum félagsins.
  • Gögnum sem þeir héldu að væru óhult á lokuðu svæði var lekið til Bjarna vegna þess að meðlimur félagsins skildi svæðið eftir opið í tölvu æskuvinar Bjarna.
  • Félagar í Vantrú kvarta yfir því að Bjarni hafi fengið að sjá málsgögn úr opinberum málum frá Biskupsstofu (reyndar fylgdi eitt mál með sem ekki átti að fara úr húsi).
  • Árið 2007 komust félagar í Vantrú að póstlista presta opnum (átti að vera lokaður), ræða efni hans í þaula sín á milli og hvort eigi að birta eða skila, kynna sér umræðurnar sem þar áttu sér stað og ákveða síðan að segja vefstjóra kirkjunnar frá.
  • Birta síðan grein þar sem þeir dyglja um að ýmislegt sem þarna er sagt, geti komið kirkjunni og prestunum illa (http://www.vantru.is/2011/01/05/09.00/index.shtml)

Eins og umræðan stendur núna, þá sýnist mér félagar í Vantrú reyna að fá andstæðinga sína fordæmda á siðferðilegum nótum (lagaleiðin skilaði engu) fyrir atferli sem líkist mjög þeirra eigin háttum.

Dæmi hver fyrir sig.

Lokað er fyrir umræður hér en opið flestum á Facebook síðu minni.

url: http://carlos.annall.is/2012-10-15/vantruin-og-trunadurinn/

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli