carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf
 • Annálar

 • Tenglar

 • Eldri færslur

 • Leit

Vantrúin og trúnaðurinn

10.34 15/10/12 - 0 ath.

Sýnist mjög lítið hafa breyst eða þokast siðferðilega í spurningunni um það hvort siðlegt sé að nota gögn sem lekið er til manns (sbr. https://www.facebook.com/notes/carlos-a-ferrer/punktar-úr-umræðu-vantrúar-vs-bjarna-randver-sigurvinsson/10150554735340146 og http://www.vantru.is/2012/10/14/10.00/). Ekki að ég ætlist til þess að samræður á vefriti Vantrúar leiði til niðurstöðu, til þess eru menn of fastir í skotgröfum sínum, sem þar ræða. En umhugsunarefni er samt hvort leki gagna sé þjófnaður, hvort hann er alltaf rangur og hvort notkun gagna sem lekið er sé réttlætanleg undir vissum kringumstæðum.

Reyndar kom upp aukaspurning á vef DV þar sem fjallað er um hluta málsins (http://www.dv.is/frettir/2012/10/14/saka-aeskuvin-bjarna-randvers-um-thjofnad/). Sigrún Katrín Kristjánsdóttir segir í athugasemd:

Lagalega séð þá er allt sem þú setur á netið orðið að opinberum gögnum. Þá gildir einu hver markhópur vefsins er (að því gefnu að þetta sé ekki innri vefur). Það má hver sem er taka hvað sem er af þessum vef og copy/peista hvar sem er, að því gefnu að hann vitni í heimildir. Þetta er NB ástæðan fyrir því að það er alltaf hlegið að þeim þegar þeir eru að reyna (í tvígang) að leggja fram kæur vegna einhver sem hefur verið tekið af umræddum vef og notað gegn þeim. Ég hvet þig aftur til þess að lesa það. Það er alveg með ólíkindum og sennilega megin orsök fyrir því að þeir töpuðu trúverðugleikanum.

Glærurnar sem komu öllu af stað voru á Uglu HÍ, sem er lokaður, innri vefur. Til að koma þeim til félaga í Vantrú þurfti að leka þeim til þeirra, nemandi í námskeiðinu fremja trúnaðarbrot. Gerum ráð fyrir því að spjallborð Vantrúar sé innri vefur, og að til að Bjarni Randver geti tekið gögn þar af, þurfi að hafa komið til leki eða innbrot. Gerum loks líka ráð fyrir því að póstlisti presta sé á innri vef. Ekkert af þessu ætti að teljast birt efni … eða hvað? Hafi ég rétt fyrir mér, hafa þessi gögn nú stöðu stolinna gagna. Öll … eða ekkert.

Nú kemur efnislega og praktíska spurningin. Er hægt að ætlast til þess að stríðandi aðilar loki augum fyrir upplýsingum sem þeim er fengið í hendur og gagnast? Er göfugt eða bara heimskulegt að nota ekki gögn sem gagnast baráttunni?

Skoðum mál gegn Bjarna Randver Sigurvinsson með gögnum sem ætluð eru nemendum og Vantrú nýtti sér án leyfis höfundar.

 • Þeir hefja stjórnsýslumál og fjölmiðlamál gegn Bjarna Randver, þ.e.a.s. á þremur stöðum í Háskóla Íslands og á vefriti Vantrúar og vefjum tengdum meðlimum félagsins.
 • Gögnum sem þeir héldu að væru óhult á lokuðu svæði var lekið til Bjarna vegna þess að meðlimur félagsins skildi svæðið eftir opið í tölvu æskuvinar Bjarna.
 • Félagar í Vantrú kvarta yfir því að Bjarni hafi fengið að sjá málsgögn úr opinberum málum frá Biskupsstofu (reyndar fylgdi eitt mál með sem ekki átti að fara úr húsi).
 • Árið 2007 komust félagar í Vantrú að póstlista presta opnum (átti að vera lokaður), ræða efni hans í þaula sín á milli og hvort eigi að birta eða skila, kynna sér umræðurnar sem þar áttu sér stað og ákveða síðan að segja vefstjóra kirkjunnar frá.
 • Birta síðan grein þar sem þeir dyglja um að ýmislegt sem þarna er sagt, geti komið kirkjunni og prestunum illa (http://www.vantru.is/2011/01/05/09.00/index.shtml)

Eins og umræðan stendur núna, þá sýnist mér félagar í Vantrú reyna að fá andstæðinga sína fordæmda á siðferðilegum nótum (lagaleiðin skilaði engu) fyrir atferli sem líkist mjög þeirra eigin háttum.

Dæmi hver fyrir sig.

Lokað er fyrir umræður hér en opið flestum á Facebook síðu minni.

María, veik hóra á batavegi?

13.31 1/3/12 + 1 ath.

La Pieta de Villeneuve-les-Avignon - Enguerrand Quarton, 1455-1460

La Pieta de Villeneuve-les-Avignon - Enguerrand Quarton, 1455-1460

Ein af verstu syndum kristinnar kirkju í gegnum aldir er að mínu mati meðferð hennar á konum. Þrátt fyrir ágætt upphaf, þar sem Jesús virti vinkonur sínar ekki síður en vini, tók að sér og hjálpaði konum jafnt sem körlum, fór brátt að halla undan fæti. Áfram…

Uppgjöf – brennuvargar

12.24 19/7/11 - 0 ath.

Pétur Björgvin Thorsteinsson skrifar góða grein á vefritinu trú.is. Þar líkir hann meðvirkni við það að leyfa brennuvörgum að hafa sitt í frammi. Hans niðurstaða eins og heillar kynslóðar Þjóðverja (eftir stríð) er að segja á til brennuvarganna áður en þeir brenna húsið ofan af okkur. Spurning hvort kirkjan (eða vígðir þjónar kirkjunnar) hafi bein í nefinu til að forða slíku. Áfram…

Uppgjöf – hliðarspor

10.04 19/7/11 - 0 ath.

- af hverju stígurðu ekki til hliðar á meðan málið er skoðað

- veistu hvað margir embættismenn hafa beðið mig að gera það ekki, þeir segja að ef ég geri það, muni skriða fara af stað.

Áfram…

Vörn í guðlastsmálinu

08.33 1/7/11 - 0 ath.

Íhaldsstjórnin gegn Brynjólfi Bjarnasyni

Formáli

Eins og kunnugt mun vera, hefir framkvæmdarstjórn auðvaldsins, íhaldsstjórnin tekið upp þykkjuna fyrir guðdóm sinn og höfðað mál gegn mér fyrir ummæli í ritdómi um “Bréf til Láru” sem þóttu ekki tilhlýðilega virðuleg. Áfram…

Art of War

08.35 30/6/11 - 0 ath.

Deila og drottna?

Auðvelt er að halda velli ef maður sker andstæðing við trog. Góð forvörn fyrir framtíðarleiðtoga af gamla skólanum er að finna sér andstæðinga af einhverju tagi, einangra þá og kalla þá nöfnum, s.s. svartstakka. Þeir ná að verða e.t.v. 10 – 15% af heildinni og munu aldrei komast til valda (nema e.t.v. í lýðræðissamfélagi?). Þeir síðan finna sér andstæðinga sem ná e.t.v. 10 – 15% af samkundunni sem eru frjálslyndir eða mannréttindasinnar, bera uppi heitu málunum og ryðja þeim braut. Gott er að vera í miðjumoðinu, eða eins og Anna í Birkihlið sagði fyrir mörgum árum:

Þegar einhver nýr kemur í þorpið, bíð ég með að gefa mig fram við hann. Ef talað er illa um hann, hef ég samband. Þá veit ég að eitthvað er spunnið í hann.

Góður stjórnandi lætur fylkingarnar berjast gefur báðum undir fótinn, gefur báðum dúsur en tileyrir hvorugri.

Art of War eftir SunTzu [SunZi] – enskur texti.

Uppgjöf – Ég mun ekki fyrirgefa!

10.21 29/6/11 + 9 ath.

… syndga ekki framar
# #
Áfram…

Uppgjöf – WWJD

15.37 27/6/11 + 16 ath.

Öxin er þegar lögð að rótum …

lætur höfundur Mattheusarguðspjalls Jóhannes skírara segja við góða, trúaða fólkið þess tíma (Mt. 3). Verðskuldar góða, trúaða fólkið okkar tíma svoleiðis yfirhalningu? Áfram…

Uppgjöf

11.51 27/6/11 + 7 ath.

Ég ætlaði ekki að nota þetta blogg framar. Eftir að prestsköllunin var kæfð fyrir mér, sá ég engan tilgang til að blogga framar um guðfræðileg mál.

Uppgjafaprestur hefur enga rödd sem hlustandi er á, allavega ekki ef maður áheyrandi er enn embættismaður í kirkjunni sinni og hugsar meir um frama sinn en góðu hófi gegnir.

Kannski er þessvegna lag að stíga upp á sápukassa og láta vaða. Guð veit að nú er nauðsyn.

Ég drippla boltanum. Spaðinn er í hendinni. Ég horfi á andstæðinginn. Horfi niður aftur og drippla. Horfi á netið vinstra megin við mig. Drippla aftur.

Uppgjöf.

Höfundavörn eða ekki?

09.24 20/6/08 - 0 ath.

ccDavid Pogue, greinahöfundur NYT skrifaði áhugaverða grein (skrá sig til að lesa, kostar ekkert) í dag. Hvaða áhrif hefur það að gefa út rafræna útgáfu prentverka sinna? Eykur það söluna, hefur það engin áhrif eða eyðileggur það fyrir sölunni af því að fólk deilir hugverkum ókeypis (=stelur) eins og að drekka vatn?

Í einskonar svari veltir John Caddell upp spurningunni um það hverjir hafa tekjur af rafrænni útgáfu. Svar hans er:

 • Digital distributors (i.e., ISPs like Comcast) make money through subscriptions
 • Directories and aggregators (like Google) make money through advertising
 • Creators make… nothing?

Hann segir að ef svo fer að höfundar fái eingreiðslu fyrir verk sín óháð sölu þá sé það í hag þeirra að snúa sér að því sem auðveldar þeim að greiða húsnæðislánin.

Mér sýnist ljóst af þessu að eingöngu þeir sem fá greitt annars staðar frá en af sölu verka sinna hafi ráð á að gefa verkin sín út rafrænt, annaðhvort sem hluti starfs síns við háskóla (TPOL) eða af fengnum styrk frá opinberum stofnunum eða einkaaðilum.

Myndin hér fyrir ofan er tekin af vef Creative Commons og er kápa tónlistardisks, sem öllum er frjálst að sækja og dreifa

« Fyrri færslur ·

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli