carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Sr. Vader (framhald)

14.12 11/6/08 + 19 ath.

prosess�a

Nú er ljóst að félagar Vantrú.is stóðu fyrir því að Darth Vader gekk fyrst á undan, síðan á eftir prósessíunni við upphaf prestastefnu. Eins er ljóst að sumum finnst uppátækið barnalegt og óvirðulegt, öðrum finnst þetta bara fyndið.

prosess�a

Prestar landsins hafa nú gullið tækifæri til að nýta sér þetta gaman til góðs, t.d. með því að benda á það að Darth Vader er sú persóna í kvikmyndum sem sökk hvað dýpst og átti hvað glæsilegasta endurkomu – dæmi um frelsun og náð. Prestar landsins hafa einnig tækifæri til að sýna hverskonar húmor þeir búa yfir – t.d. með því að fagna nýjum meðlimi í stéttinni og bjóða honum að taka þátt í vinnu prestastefnu, t.d. í messuskúðanefndinni sem þar starfar í dag.

Hitt er svo hættara við að prestar með biskup í fararbroddi sýni fýlusvipinn sem þeir sýndu einnig Símanum og Jóni Gnarr þegar hinn síðarnefndi brá sér í líki Júdasar í frægri auglýsingu. Fari svo verður það enn ein vísbendingin um ofurdramb kirkjunnar manna þegar kemur að ímynd kirkjunnar.

Myndirnar tók Karl Gunnarsson á Flickr.

Sr. Darth Vader

08.53 11/6/08 + 3 ath.

469643.jpg(smella á myndina til að stækka)
Kærkomin viðbót við orminn svarta og langa – skrúðgöngu presta við upphaf prestastefnu.

Fengið
frá mbl. Hvað ætli sé hægt að túlka þessa mynd á marga vegu?

Prestur selur söfnuð sinn á eBay

07.59 7/6/08 - 0 ath.

Þetta gæti varla gerst hér – eða hvað?

Að öðru, eins og Árni Svanur benti á þá er óvíst að sumarið sé rétti tíminn til að blogga, þannig að ég leyfi mér að efast um að þessi grein mín fari fljótlega af forsíðu annálsins. Elli er löngu kominn í bindindi og ekki virðist annállinn brúkaður til annars en að hýsa prédikanir og líkræður þessa dagana. Sem leiðir huga minn að því að spurja:

Hvenær fáum við að lesa brúðkaupsræður prestanna sem hér rita?

Reglusiðfræði og myndugleiki í tölvunotkun

11.21 17/5/08 + 2 ath.

Ég ræddi spurningar fyrri færslu við Skúla Pálsson, samkennara minn í Smáraskóla, en hann er heimspekimenntaður og einn af þeim kennurum sem ég vildi líkjast.

Hann benti mér á að reglusiðfræði er auðveld og hagnýt, að auðvelt sé að læra “geðorðin tíu”, “netreglurnar fimm” og síðan bætti ég við “tvíþætta kærleiksboðorðið”, enda prestslærður.

Ég spurði Skúla hinsvegar hvernig myndugur einstaklingur tæki á þessu, og hann sagði að myndugur, sjálfstæður einstaklingur fattar það að allar sjálfshjálparbækurnar kenna það sama. Þegar ég spurði hann hvernig myndugur einstaklingur verður myndugur, vitnaði hann í Aristóteles, sem sagði að dygðirnar lærði maður af fyrirmynd. Sem leiðir til svars við afar praktískri spurningu sem hér hefur verið spurð, t.d. í sambandi við leikskóla og ég spurði í ofangreindri færslu:

Hver á að kenna netsiðferði? Kennarinn, foreldrið, SAFT? Hvað er þetta netsiðferði annars, ef það þarf annars sérstaka meðferð í stofnunum og heimasíðum?

Við kennum þetta öll með fyrirmyndinni sem við setjum og með því að leyfa börnum ekki að rápa sjálfstætt á netinu (eða hanga eftirlitslaus í tölvu) fyrr en þau hafa sýnt fram á tiltekna færni, siðferðisþroska og þekkingu.

Þessu mætti ná fram með formlegum og óformlegum hætti. Hugmyndin um tölvuökuskírteinið hefur verið sett fram í íslenskum ritgerðum hér og hér, og mér sýnist tiltölulega auðvelt mál fyrir skólakerfið að kenna umgengni við internetið, höfundavarið efni o.s.frv. í lífsleikni, upplýsingatækni og tölvunotku, íslensku og alls staðar þar sem ritunar er krafist.

foreldravandamál

En fyrst og fremst verðum við, sem fullorðin erum að hafa þau bein í nefinu að hætta að umgangast tölvur eins og hentugar og ódýrar barnapíur. Slíkt leiðir bara til tölvufíknar sem, ef hugboð mitt er rétt, er einkenni á vanrækslu en ekki líffræðilegum defect.

Netsiðferði – spurningamerki

17.33 14/5/08 + 1 ath.

fréttÞegar Móses kom niður af fjallinu Hóreb (eða Sínaí) með boðorðin á steintöflum, sem Guð hafði skrifað með eigin fingri, kom hann að tjaldbúð Hebrea í upplausn heiðinnar tilbeiðslu. Honum varð svo mikið um að hann kastaði steintöflunum til jarðar og þær brotnuðu.

Að minnsta kosti náði hann athygli Hebrea með þessari “kveikju”.

Það gera “netorðin fimm“, tíu góð ráð og vefir með heilræðum kannski síður en auglýsingar sem sjokkera og ögra.

Vefsvæði eins og SAFT þjóna þó tilgangi, að sýna okkur hvernig gott er að umgangast netið. En meira þarf ef duga skal. Fimm netorð geta orðið að tíu ráðum og boðorðin tíu urðu með tímanum að 613 mizvotim eða orðum sem hjálpuðu fólki að falla ekki í þá gryfju að brjóta eitt boðorðanna af vangá.

Kannski þurfum við aðeins eitt eða tvö netorð til að ná því marki sem við viljum. Kannski þurfum við ekkert af því að við erum orðin myndugt fólk sem kann fótum sínum forráð. Nei annars, við erum ekki alveg svo tilbúin enn, eða hvað? Við verðum að átta okkur á því að smættun netsiðferðis í eitthvað sem er lítil, auðgleypanleg pilla eða stikkari leiðir til þess að siðfræðin verður eldhúsvaskur, fer leið gyðinga og boðorðanna.

Spurningin um netsiðferðið er með öðrum orðum orðin jafngömul mannkyni. Það að við lifum í tveimur heimum er hinsvegar vandamál sem við verðum að verða fær um að leysa. Aðgreiningur kjötheima og sýndarheima er álíka gagnlegur mannlegu lífi og aðgreining himnaríkis og þessa lífs. Í besta falli á setningin “you’ll get pie in the sky when you die” og ópíum fólksins við netsiðferðið ef það er eitthvað annað en almennt siðferði okkar.

Móses þurfti að trítla aftur upp á fjall, eftir að kom reglu á tjaldbúðina. Í þetta sinn skrifaði hann sjálfur á steintöflurnar. Hvort síðari útgáfan hafi verið öðruvísi en sú fyrri, skal ósagt látið. Vonum að allir hafi lært af reynslunni.

Ég hugsa að netsiðferði þurfi að lærast “ad hoc” og í samfélagi. Sagan af Móse og steintöflunum sýnir okkur að netsiðferðið lærist ekki meðan við, fullorðna fólkið eru upp á fjalli og krakkarnir sjálfum sér nógir við tölvuna.

Ég spyr því núna: hver á að kenna netsiðferði? Kennarinn, foreldrið, SAFT? Hvað er þetta netsiðferði annars, ef það þarf annars sérstaka meðferð í stofnunum og heimasíðum?

Skýjabú: ADrive

11.13 16/3/08 - 0 ath.

Í fyrstu færslu minni um efnið fjallaði ég um hugmyndina að baki internetsins sem risavaxna gagnageymslu og gagnasmiðju. Nú finnst mér ég kominn með efni í framhald að þessum þönkum. Ég byrja með því að setja mér mörk. Til þess að hægt sé að flytja tölvutæk gögn sín á vefinn og vinna þau þar þarf þjónustan sem veitir gögnunum stað til að vera á og leyfir vinnslu þeirra að:

  1. Bjóða ókeypis þjónustu auk þess að selja þjónustu á viðráðanlegu verði.
  2. Gera eðlilegar kröfur til vélbúnaðar og stýrikerfis, þ.e. virka í helstu vöfrum og algengustu íhlutum þeirra, s.s. Flash eða Java
  3. Vera ábyrgir bjóðendur þjónustu, selja ekki upplýsingar um vefnotkun til þriðja aðila og misnota ekki traust sem viðskiptavinir sýna, t.d. með því að gera gögn notenda að sínum eigin eða nota þau í auglýsingarskyni án samráðs við þá.
  4. Vera ekki dægurfluga, byggja á traustum samfélagslegum grunni og tengjast öðrum þjónustum með víðtækum stuðningi.*

Áfram…

Guðfræðispjall

13.06 16/2/08 + 4 ath.

Annállinn (líka Vantrúin, í minna mæli postillan, pistlarnir á kirkjan.is og vísindavefurinn) hefur þjónað sem vettvangur guðfræðilegra þanka skoðanaskipta undanfarin ár. Blogg, pistlar með möguleika umræðu hefur boðið upp á dálitla gagnvirkni og aðgang að höfundum efnis. Framför frá þeim miðli sem áður stóð til boða, greinaskrif í Mogga með nokkurra daga “laggi” á svörum.

Bloggið er hinsvegar ekki gallalaust, mikill tími fer í misskilning, rangfærslur og það vill loða við bloggið, að umræðunni virðist ekki miða áfram, ef marka má þau blogg sem ég hef skoðað þau sex ár sem ég hef stundað það. Bloggsamfélagið á Mogganum er síðan kapítuli út af fyrir sig … verðugur skotspónn áramótaskaupsins og Spaugstofumanna.

Málþing og  hittingur yfir kaffibolla hafa mér sýnst betri vettvangur skoðanaskipta. Spurning hvort við, annálungar ættum að skoða vefútsendingu til þessa.

Í námskeiðinu “Nám og kennsla á netinu” undir stjórn Salvarar Gissurardóttur hef ég kynnst nokkrum verkfærum og vinnuferli sem getur nýst til skoðanaskipta,

www.operator11.com – sjónvarpsútsending á netinu þar sem stjórnandi getur gefið gestum orðið, ef þeir hafa hljóðnema og vefmyndavél

www.ustream.tv – útsendingaþjónusta fyrir fyrirlestra

Bæði kerfin gera þá kröfu að þátttakendur hafi vafra, hljóðnema og vefmyndavél, hægt er að stunda rauntímaspjall með textaformi í báðum kerfum (sbr. msn).

Mig langar að prófa að nota þennan möguleika í samskiptum um guðfræði á netinu. Legg til að við notum spjallsvæðið hér fyrir neðan til að velta möguleikum þessa fyrir okkur – og bjóðum síðan til málþings á netinu, segjum innan mánaðar, t.d. rétt fyrir eða um páskana.

Orðið er laust.

Nokkrir kennarar

11.40 5/2/08 - 0 ath.

Þorvaldur Pálmason, verkefnisstjóri og tölvumaður í KHÍ með WordPress blogg á vef Kennó. Hann hefur aðallega umsjón með fjarkennsluvefjum. Vel þess virði að skoða hvað hann hefur að segja um tæknimál.

Björgvin Ívar Guðbrandsson, deildarstjóri tölvumennta í Langholtsskóla. Sarpur með ýmsu kennsluefni þar.

Eitt lítið hugarkort, teiknað á fyrirlestri Torfa Hjartarsonar 4. febrúar 2008 á khí um margmiðlun í skólastarfi.

Trú og mannréttindi í skóla

18.44 2/1/08 + 2 ath.

Setti inn dálitla grein um trúarbragða- og mannréttindafræðslu á Moggabloggið mitt.

Stop motion

12.19 1/1/08 - 0 ath.

Eiginlega eitthvað sem ætti heima hjá Þorkatli eða Árna, en læt þetta þó flakka hér líka..

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli