carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Kreppufóttau

16.33 12/5/09 - 0 ath.

Ég er ekki frá því að ég hafi gert nokkuð góð kaup í þessu notaða skótaui frá breska hernum. Sexþúsund krónur parið hingað komið – rúmar þrjúþúsund krónur fyrir skóna og flutning, tæpar þrjúþúsund aðflutningsgjöld (umsýslan og vsk). Þykkir gúmmísólar, þykkt leður og líta ljómandi vel út á fæti. Nánar á vef Becketts.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég kaupi skó án þess að máta þá. Ég var ekki svikinn, þeir eru þæginlegir. Ég hefði mátt kaupa aðeins minni skóstærð. Þeir verða fínir með þykkum sokkum. Nú er bara að finna svipaða í brúnu.

Ég hefði auðvitað geta keypt þá nýja og ótilgengna, en nískupúkinn ég vildi ekki borga helmingi hærri upphæð. Mismuninn er hægt að nota til að kaupa hráefni í fjórar eða fimm máltíðir fyrir fjölskylduna hér heima.

“Frjálslyndur” fýlukall

12.34 26/4/09 - 0 ath.

Með ólíkindum hvað Frjálslyndir töpuðu trúnaði þjóðar á skömmum tíma – eða fjórum árum. Ólíkt því sem Magnús, varaformaður þeirra heldur fram eftir kosningar, álít ég meðferð flokksins á Margréti Sverrisdóttur, sundurþykkni síðustu ára, ummæli gegn útlendingum og þá sérstaklega gegn því að veita palestínskum fjölskyldum hæli á Akranesi hafi átt sinn þátt í að traustið fjaraði undan. Hann má láta gamminn geysa, en ekki batnar vegur hans í bloggheimum eða stjórnmálum við það. Er furða að fáir trúi fagurgalanum?

Verst að maður getur ekki gert athugasemdir á bloggi hans. Hann er búinn að loka og kastar því sínum fýlubombum af húsþaki, ósnertanlegur nema úr fjarlægum bloggum. Ekki mikið hugrekki eða heilindi þar.

Aukalífeyrissparnaðurinn og hengingarólin

16.56 3/4/09 + 1 ath.

Það er skammgóður vermir að pissa í skóna

Reyndi að taka út það sem ég má af aukalífeyrissparnaðinum til að greiða upp myntkörfulánið á bílnum, áður en krónan er endanlega dottin niður í gegnum gatið á gólfinu í kjallaraíbúðinni. Komst þá að því að ég fengi milljónina mína í hómópatískum níu mánaða skömmtum að frádregnum skatti. Á þeim mánuðum á lánið mitt örugglega að hækka um 40% nema kraftaverk bjargi krónunni (sæll, eigum við að ræða það?). Þannig að ekkert er grætt á að hrófla við honum frekar enn að pissa í skóna í brunagaddi til að verma sig.

Bankarnir taka báðu megin af okkur (þegar við leggjum inn og tökum út, greiðum afborganir og greiðum upp) og ónýtir stjórnmálamenn gera vondan hlut verri með heftandi og lélegum lögum. Hafa vit fyrir okkur. Treysta þeir okkur ekki til að fara með fé okkar eins og best er?

Eins og sakir standa getum við, sem viljum gjarnan gera upp skuldir okkar aðeins glaðst yfir þeim slaka sem ríki og bankar gefa okkur á hengingarólina, sem við erum föst í. Við fáum nefnilega rétt nóg til að festa okkur betur.

Meiri er hún nú ekki, gæska bankans og Alþingis.

Australia

01.28 7/3/09 - 0 ath.

Mikið ofboðslega er “Australia” vond mynd. Sagan klisjukennd, persónusköpun klisjukennd, myndatakan fyrirsjáanleg. Tveir og hálfur tími af væminni hetjusögu sem betur hefði farið í að lesa góða bók.

Lífstíll

16.26 18/1/09 + 1 ath.

Kíkti á lífsstílsplöggið hans Árna Svans. Komst að því að ég er þegar farinn að nýta mér 8 af 10 möguleikum þess að hagræða í prívatinu. Ein besta aðgerðin í þessu öllu var að hætta að nota bankakort.

In memoriam

18.18 20/12/08 + 1 ath.

Bloggheimilð annáll punktur is andaðist einhverntímann á undanförnum misserum. Jarðarför hefur ekki farið fram, enda er því haldið gangandi með prédikunum og útfararræðum þeirra annálunga sem þjónustu gegna í kirkjum sínum.

Banamein þess var líkast til bráðaofnæmi fyrir skoðanaskiptum, þreyta komst í einstaka limi samfélagsins, aðrir fluttust um set og nýliðun dó áður en hún komst á legg. Vera má að tengsl annálunga við “hann sem öllu ræður” hafi haft sitt að segja um það hvaða tónn var hér sleginn, þótt líklegra sé að störfum hlaðnir ritarar hafi ekki orku aflögu til samtals í gegnum miðil af þessu tagi. Enn ein skýring á bágri heilsu heimilisins er sú að grasið er grænna hinumegin.

Moldun frestast enn um sinn en erfidrykkja hefur líkast til farið fram, án þess að nokkur hafi áttað sig á því.

Lífsmark

19.05 30/10/08 - 0 ath.

Einhvern veginn hefur mér ekki hugnast að blogga mikið í kreppunni. Ég hef hinsvegar fylgst með og sent athugasemdir í blogg vina minna á moggablogginu … það er eins og mér hugnist ekki að verða spámannlegur í eigin bloggi þegar engin þörf er á fleiri spámönnum.

Eitt verð ég þó að segja (fer í flokkinn: Told you so)

1998 stofnaði ég aukalífeyrissparnaðarreikning. Sá var í peningamarkaðshlutabréfum. Og var ágætur.

1999 ræddi ég við Björn útibústjóra. Mig minnir að ég hafi þá horft á DeCode og fleiri fara upp og niður og hugsaði mér mér: Hlutabréfaviðskipti á Íslandi? Das kann nicht gut gehen. Skipti yfir í vísitölutryggðan reikning.

Næstu ár fylgdist ég með gengi þessara reikninga, hvað sá gamli hefði gert miðað við þennan sem ég síðan valdi. Ég leyfi mér að segja að aldrei sá ég eftir að hafa skipt.

Sérstaklega ekki í fyrradag þegar ég fór inn í LÍ og gáði hvort þessar fáeinu krónur mínar voru tryggar – þær voru það, ólíkt hinum, sem hefðu farið í súginn að miklu leyti.

Að allt öðru. Mér fannst Matti Vantrúarformaður sleppa fullbillega með dylgjur (”dylgjublogg”) í garð meintra ofurlaunapresta sem aka um á Benz jeppum. Tók þátt í samtalinu hjá Erni Bárði og uppskar eins og ég sáði. Tilskrif Matta eru hreinasta snilld:

http://www.orvitinn.com/2008/10/29/22.45/

Ég verð að játa á mig það að hafa ekki farið úr járnglófunum þegar ég tók að strjúka honum léttilega um rök og ummælandann, uppeftir feldi … kannski honum sárni rispurnar eftir atlotin. En af hverju heldur hann að ég elski hann ekki?

Hér er svo ein lítil athugasemd í lokin, tekin úr bókinni “Talk to the Snail, Ten Commandments for Understanding the French” eftir Stephen Clark:

I’m amazed that the police carry out breath tests to find out ho much alcohol people have in their blood without testing for the vintage. – Olivier de Kersauson

Bókin hefur vitaskuld ellefu kafla, einn fyrir hvert boðorð.

 

The fat cat

09.43 14/9/08 - 0 ath.

The fat cat on the mat
may seem to dream
of nice mice that suffice
for him, or cream;
but he free, maybe,
walks in thought
unbowed, proud, where loud
roared and fought
his kin, lean and slim,
or deep in den
in the East feasted on beasts
and tender men.

[Útdráttur úr Cat eftir J. R. R. Tolkien]

“Guð” er góður!

15.01 9/8/08 - 0 ath.

God
Þrjátíuogtvöþúsundkall og klukkustundarferð heim úr Egilshöll í gær voru vel þess virði. Merkilegt hvað aldursdreifingin var mikil, samt flestir á fimmtugu. Karlinn sjálfur hálfsjötugur og lætur engan bilbug á sér finna. Tveir gallar á tónleikunum, allir stóðu (maður þarf eiginlega að sitja undir svona gæðablús) og Ellen var minna en sannfærandi. Hljóðið var frábært og skjáirnir tveir nauðsynlegir. Læt fylgja eitt lag sem hann tók ekki, með “sidekick” sem kom ekki.

Fyrir aldarfjórðungi

12.00 8/8/08 - 0 ath.

Leiðin til iPhone lá eins og svo margt annað frá stóru, þungu, plastdóti yfir í nýjaldarefni og visst “cool”. Mac-essentials.de birti gamla auglýsingu frá þeim tíma sem farsímar líktust drykkjarfernum, eins og einn RkÍ félaga minna komst svo vel að orði fyrir tíu árum síðan.

Þýðing (ekki lesa fyrr en myndbandið er runnið sitt skeið). Áfram…

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli