carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Kreppukaup

17.44 12/5/09 - 0 ath.

Í boði er V8 4×4 bíl frá BNA árg. 2007, bensín.

“Fæst gegn yfirtöku á láni og með fylgja 500.000 kr. í hanskahólfinu … lánið er einhversstaðar í kringum 6 milljónir … afborganir 58.000 kr. á mánuði.”

Ég held ekki.

Kreppufóttau

16.33 12/5/09 - 0 ath.

Ég er ekki frá því að ég hafi gert nokkuð góð kaup í þessu notaða skótaui frá breska hernum. Sexþúsund krónur parið hingað komið – rúmar þrjúþúsund krónur fyrir skóna og flutning, tæpar þrjúþúsund aðflutningsgjöld (umsýslan og vsk). Þykkir gúmmísólar, þykkt leður og líta ljómandi vel út á fæti. Nánar á vef Becketts.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég kaupi skó án þess að máta þá. Ég var ekki svikinn, þeir eru þæginlegir. Ég hefði mátt kaupa aðeins minni skóstærð. Þeir verða fínir með þykkum sokkum. Nú er bara að finna svipaða í brúnu.

Ég hefði auðvitað geta keypt þá nýja og ótilgengna, en nískupúkinn ég vildi ekki borga helmingi hærri upphæð. Mismuninn er hægt að nota til að kaupa hráefni í fjórar eða fimm máltíðir fyrir fjölskylduna hér heima.

Mávaskítsstjórnmálamenn

21.37 12/3/09 - 0 ath.

Mávager

Mikið leiðast mér stjórnmálamenn, sem halda úti bloggi án þess að hafa opið fyrir athugasemdum. Þeir eru eins og mávager sem flýgur inn á sjónsviðið þegar æti er að hafa, gargar, drullar og hverfur svo aftur þegar ætið er búið.

Myndin fengin á Flickr, S I G U R.

Lending á súpuskál

14.14 16/1/09 - 0 ath.

Eitt orð – Dísus!

Fengið frá veffara

Vinsælasta bloggið

16.14 31/12/08 + 3 ath.

 

blogg.gattin.is 31.12.2008 kl. 16

blogg.gattin.is 31.12.2008 kl. 16

Gaman að sjá hvað þarf til að ná því að verða vinsælasti bloggarinn á Blogggáttinni, blogga nógu oft á dag. Kannski formúla Jónasar Kristjánssonar um blogg sé það sem blífur, vilji maður skora á þeim vettvangi. Innan um þá sem slóu í truntuna á síðustu dögum, eru sannkallaðir ofurbloggarar eins og Lára Hanna sem hefur innihald, lesendur og athugasemdir umfram fjölda pósta.

Of gott

19.01 13/11/08 - 0 ath.

til að vera satt? Hef notað systurfyrirtækið með góðum árangri. Þetta virðist betra, ef eitthvað er.

Web Hosting by Host Monster.

Fyrir aldarfjórðungi

12.00 8/8/08 - 0 ath.

Leiðin til iPhone lá eins og svo margt annað frá stóru, þungu, plastdóti yfir í nýjaldarefni og visst “cool”. Mac-essentials.de birti gamla auglýsingu frá þeim tíma sem farsímar líktust drykkjarfernum, eins og einn RkÍ félaga minna komst svo vel að orði fyrir tíu árum síðan.

Þýðing (ekki lesa fyrr en myndbandið er runnið sitt skeið). Áfram…

Nýr vefur – tengdur Flickr

18.46 1/8/08 + 1 ath.


Setti upp nýjan Wordpressvef fyrir Hraunavini. Byrjaði um kaffileytið í gær og vann að þessu í nokkra tíma í dag milli þess sem ég bakaði 5 kg af rúgbrauði og þvoði þvott. Blessaður heimilisiðnaðurinn er farinn að taka á sig klassíska mynd – vefnaður, brauðbakstur … Áfram…

Flickr

11.11 30/7/08 + 1 ath.

This is a test post from flickr, a fancy photo sharing thing. Áfram…

Höfundavörn eða ekki?

09.24 20/6/08 - 0 ath.

ccDavid Pogue, greinahöfundur NYT skrifaði áhugaverða grein (skrá sig til að lesa, kostar ekkert) í dag. Hvaða áhrif hefur það að gefa út rafræna útgáfu prentverka sinna? Eykur það söluna, hefur það engin áhrif eða eyðileggur það fyrir sölunni af því að fólk deilir hugverkum ókeypis (=stelur) eins og að drekka vatn?

Í einskonar svari veltir John Caddell upp spurningunni um það hverjir hafa tekjur af rafrænni útgáfu. Svar hans er:

  • Digital distributors (i.e., ISPs like Comcast) make money through subscriptions
  • Directories and aggregators (like Google) make money through advertising
  • Creators make… nothing?

Hann segir að ef svo fer að höfundar fái eingreiðslu fyrir verk sín óháð sölu þá sé það í hag þeirra að snúa sér að því sem auðveldar þeim að greiða húsnæðislánin.

Mér sýnist ljóst af þessu að eingöngu þeir sem fá greitt annars staðar frá en af sölu verka sinna hafi ráð á að gefa verkin sín út rafrænt, annaðhvort sem hluti starfs síns við háskóla (TPOL) eða af fengnum styrk frá opinberum stofnunum eða einkaaðilum.

Myndin hér fyrir ofan er tekin af vef Creative Commons og er kápa tónlistardisks, sem öllum er frjálst að sækja og dreifa

« Fyrri færslur ·

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli