carlos.annáll.is

AnnállFræðiHeimurSjálfiðTækniUppgjöf
  • Annálar

  • Tenglar

  • Eldri færslur

  • Leit

Makkinn er kaþólskur

09.38 8/6/08 - 0 ath.

Windows anglíkanskt, DOS er mótmælandi og vélamálið, sem er undir öllu, er kabbalístískt og talmúdískt, gyðingatrúar …

Uberto Eco um hið heilaga stríð í tölvuheiminum, greinin er frá 1994. Heimurinn er enn klofinn í þessar tvær fylkingar … og allir nota Linux á einn eða annan hátt.

Reglusiðfræði og myndugleiki í tölvunotkun

11.21 17/5/08 + 2 ath.

Ég ræddi spurningar fyrri færslu við Skúla Pálsson, samkennara minn í Smáraskóla, en hann er heimspekimenntaður og einn af þeim kennurum sem ég vildi líkjast.

Hann benti mér á að reglusiðfræði er auðveld og hagnýt, að auðvelt sé að læra “geðorðin tíu”, “netreglurnar fimm” og síðan bætti ég við “tvíþætta kærleiksboðorðið”, enda prestslærður.

Ég spurði Skúla hinsvegar hvernig myndugur einstaklingur tæki á þessu, og hann sagði að myndugur, sjálfstæður einstaklingur fattar það að allar sjálfshjálparbækurnar kenna það sama. Þegar ég spurði hann hvernig myndugur einstaklingur verður myndugur, vitnaði hann í Aristóteles, sem sagði að dygðirnar lærði maður af fyrirmynd. Sem leiðir til svars við afar praktískri spurningu sem hér hefur verið spurð, t.d. í sambandi við leikskóla og ég spurði í ofangreindri færslu:

Hver á að kenna netsiðferði? Kennarinn, foreldrið, SAFT? Hvað er þetta netsiðferði annars, ef það þarf annars sérstaka meðferð í stofnunum og heimasíðum?

Við kennum þetta öll með fyrirmyndinni sem við setjum og með því að leyfa börnum ekki að rápa sjálfstætt á netinu (eða hanga eftirlitslaus í tölvu) fyrr en þau hafa sýnt fram á tiltekna færni, siðferðisþroska og þekkingu.

Þessu mætti ná fram með formlegum og óformlegum hætti. Hugmyndin um tölvuökuskírteinið hefur verið sett fram í íslenskum ritgerðum hér og hér, og mér sýnist tiltölulega auðvelt mál fyrir skólakerfið að kenna umgengni við internetið, höfundavarið efni o.s.frv. í lífsleikni, upplýsingatækni og tölvunotku, íslensku og alls staðar þar sem ritunar er krafist.

foreldravandamál

En fyrst og fremst verðum við, sem fullorðin erum að hafa þau bein í nefinu að hætta að umgangast tölvur eins og hentugar og ódýrar barnapíur. Slíkt leiðir bara til tölvufíknar sem, ef hugboð mitt er rétt, er einkenni á vanrækslu en ekki líffræðilegum defect.

Netsiðferði – spurningamerki

17.33 14/5/08 + 1 ath.

fréttÞegar Móses kom niður af fjallinu Hóreb (eða Sínaí) með boðorðin á steintöflum, sem Guð hafði skrifað með eigin fingri, kom hann að tjaldbúð Hebrea í upplausn heiðinnar tilbeiðslu. Honum varð svo mikið um að hann kastaði steintöflunum til jarðar og þær brotnuðu.

Að minnsta kosti náði hann athygli Hebrea með þessari “kveikju”.

Það gera “netorðin fimm“, tíu góð ráð og vefir með heilræðum kannski síður en auglýsingar sem sjokkera og ögra.

Vefsvæði eins og SAFT þjóna þó tilgangi, að sýna okkur hvernig gott er að umgangast netið. En meira þarf ef duga skal. Fimm netorð geta orðið að tíu ráðum og boðorðin tíu urðu með tímanum að 613 mizvotim eða orðum sem hjálpuðu fólki að falla ekki í þá gryfju að brjóta eitt boðorðanna af vangá.

Kannski þurfum við aðeins eitt eða tvö netorð til að ná því marki sem við viljum. Kannski þurfum við ekkert af því að við erum orðin myndugt fólk sem kann fótum sínum forráð. Nei annars, við erum ekki alveg svo tilbúin enn, eða hvað? Við verðum að átta okkur á því að smættun netsiðferðis í eitthvað sem er lítil, auðgleypanleg pilla eða stikkari leiðir til þess að siðfræðin verður eldhúsvaskur, fer leið gyðinga og boðorðanna.

Spurningin um netsiðferðið er með öðrum orðum orðin jafngömul mannkyni. Það að við lifum í tveimur heimum er hinsvegar vandamál sem við verðum að verða fær um að leysa. Aðgreiningur kjötheima og sýndarheima er álíka gagnlegur mannlegu lífi og aðgreining himnaríkis og þessa lífs. Í besta falli á setningin “you’ll get pie in the sky when you die” og ópíum fólksins við netsiðferðið ef það er eitthvað annað en almennt siðferði okkar.

Móses þurfti að trítla aftur upp á fjall, eftir að kom reglu á tjaldbúðina. Í þetta sinn skrifaði hann sjálfur á steintöflurnar. Hvort síðari útgáfan hafi verið öðruvísi en sú fyrri, skal ósagt látið. Vonum að allir hafi lært af reynslunni.

Ég hugsa að netsiðferði þurfi að lærast “ad hoc” og í samfélagi. Sagan af Móse og steintöflunum sýnir okkur að netsiðferðið lærist ekki meðan við, fullorðna fólkið eru upp á fjalli og krakkarnir sjálfum sér nógir við tölvuna.

Ég spyr því núna: hver á að kenna netsiðferði? Kennarinn, foreldrið, SAFT? Hvað er þetta netsiðferði annars, ef það þarf annars sérstaka meðferð í stofnunum og heimasíðum?

Móðir allra vefja

17.30 9/5/08 - 0 ath.

tolvari.png
- eða þannig. Þurfti að finna mér leið til að sameina veru mína á netinu og lífinu og út kemur http://www.tolvari.net – útgáfudagur verður 15. maí. Ekkert því til fyrirstöðu að skoða vefinn strax.

Trú, pólítík, kynlíf og vefurinn

14.48 29/3/08 + 10 ath.

Englendingar hafa það fyrir sið – eða a.m.k. fyrir orðatiltæki, að maður talar ekki um trú, kynlíf eða pólítík í blönduðu samkvæmi. Ég vil ganga skrefinu lengra og fullyrða það hér og nú að ofangreindir málaflokkar eiga eftir að ganga af veraldarvefnum dauðum. Því til stuðnings ætla ég að nefna þrjú dæmi, eitt úr hverjum málaflokki.

1. Í árdaga netsamskipta, eins og ég þekki þau (1996 eða þar um bil), kom upp samskiptamöguleiki sem kallaðist ICU, eða Ég Sé Þig. Sigurður Másson, sem þá var sölumaður í Apple umboðinu sýndi mér hvað þurfti til að nýta sér þetta, einfalda vefmyndavél, míkrófón og módald tengt tölvu, en sagði mér um leið að klámiðnaðurinn og sýniþörfin væri búin að taka yfir miðilinn þannig að þetta væri ekkert lengur fyrir alvarlega hugsandi eða vinnandi fólk.

2. Applenotendur eiga sér tvo spjallvefi hér á landi, og eru báðir fínt samfélag þar sem menn sameinast um að hjálpa hver öðrum í að fikra sig áfram veginn mjóa í átt til frelsisins – frá þjónustu við Micro$oft. Ólíklegustu menn eiga þar samleið, ekki er spurt um annað en tölvu- og stýrikerfiseign, vandamál leyst og oftast rætt í bróðerni. Nema um daginn, þá ætlaði ég að sjá hvort hægt væri að virkja hið hlýja samfélag til aðgerða gegn íslenskum nasistum sem halda úti skaparanum punktur com. Þá kom annað hljóð í strokkinn og stutt var í önuglyndisköst þeirra sem annars talast saman í bróðerni. Þetta ætlar sig að endurtaka sig nú, tveir þræðir helgaðir trú- og stjórnmálum eru eins og “diabolus in musika”, tónskratti í annars samhljóða tónverki (hér og hér).

3. Eftir að Halldór Elías færði annálinn sinn úr vef 2.0 í einfalda heimasíðu (=lokaði fyrir athugasemdir), er ekkert lengur gaman að hanga hér á annálinum. Um leið og ég lýsi yfir skilningi mínum á aðgerðinni, verð ég einnig að segja frá sorg minni, yfir því að ekki virðist hægt að tala hér eða á neinu bloggkerfi hér á landi um trú og pólítík án þess að úr því verði það sem áramótaskaupið kallað “blo, blo, blo, blogg”, n.t.t. rafraus sem ekki er mark á takandi og er beinlínis meiðandi fyrir alla sem taka þátt.

Nútímavefur gengur út á gagnvirk samskipti. Facebook, Myspace og Secondlife eru dæmi um það en líka afkimar eins og maclantic.com, ustream.tv eða operator11.com. Ef pólítík, kynlíf eða trúmál eitra þau samfélög, þá er ástæða til að óttast framhaldslíf netsamskipta.

Wii aðlögun að Win/Mac umhverfi

18.51 16/3/08 - 0 ath.

Smáplugg um notkun Wii fjarstýringar og myndavélarinnar. Fengið frá Pogue.

Skýjabú: ADrive

11.13 16/3/08 - 0 ath.

Í fyrstu færslu minni um efnið fjallaði ég um hugmyndina að baki internetsins sem risavaxna gagnageymslu og gagnasmiðju. Nú finnst mér ég kominn með efni í framhald að þessum þönkum. Ég byrja með því að setja mér mörk. Til þess að hægt sé að flytja tölvutæk gögn sín á vefinn og vinna þau þar þarf þjónustan sem veitir gögnunum stað til að vera á og leyfir vinnslu þeirra að:

  1. Bjóða ókeypis þjónustu auk þess að selja þjónustu á viðráðanlegu verði.
  2. Gera eðlilegar kröfur til vélbúnaðar og stýrikerfis, þ.e. virka í helstu vöfrum og algengustu íhlutum þeirra, s.s. Flash eða Java
  3. Vera ábyrgir bjóðendur þjónustu, selja ekki upplýsingar um vefnotkun til þriðja aðila og misnota ekki traust sem viðskiptavinir sýna, t.d. með því að gera gögn notenda að sínum eigin eða nota þau í auglýsingarskyni án samráðs við þá.
  4. Vera ekki dægurfluga, byggja á traustum samfélagslegum grunni og tengjast öðrum þjónustum með víðtækum stuðningi.*

Áfram…

Smoke on the water – made in Japan

10.16 16/3/08 + 3 ath.

Ekki fyrir taugaveiklaða, veikgeðja, meltingartruflaða eða önnur líkamleg eða sálræn flök. Hér fyrir neðan er síðan orginalið.

Lesendur þessa bloggs eru beðnir að skilja eftir jákvæðar hugsanir í athugasemdadálkinum hér fyrir neðan.

Notkunarskilmálar Google Docs

18.08 14/3/08 - 0 ath.

Hróbjartur benti mér á að lesa aftur notkunarskilmála Google Docs með tilliti til höfundaréttar og dreifingu gagna, n.t.t. rétt Google til að nota það sem ég vista í kerfi þeirra. Lítum á það sem mestu skiptir:

11. Content licence from you

11.1 You retain copyright and any other rights you already hold in Content which you submit, post or display on or through, the Services. By submitting, posting or displaying the content you give Google a perpetual, irrevocable, worldwide, royalty-free, and non-exclusive licence to reproduce, adapt, modify, translate, publish, publicly perform, publicly display and distribute any Content which you submit, post or display on or through, the Services.

Þeir mega sem sé nota efni sem ég bý til og sýna það sem ég bý til.

This licence is for the sole purpose of enabling Google to display, distribute and promote the Services and may be revoked for certain Services as defined in the Additional Terms of those Services.

Þetta mega þeir í auglýsingaskyni.

11.2 You agree that this licence includes a right for Google to make such Content available to other companies, organisations or individuals with whom Google has relationships for the provision of syndicated services, and to use such Content in connection with the provision of those services.

Google má framselja efnið til samstarfsaðila sinna.

11.3 You understand that Google, in performing the required technical steps to provide the Services to our users, may (a) transmit or distribute your Content over various public networks and in various media; and (b) make such changes to your Content as are necessary to conform and adapt that Content to the technical requirements of connecting networks, devices, services or media. You agree that this licence shall permit Google to take these actions.

Google má breyta efni sem ég bý til þannig að það sé sýnilegt í gegnum opinbera miðla og samrýmist spilun og birtingu þess í gegnum þá.

11.4 You confirm and warrant to Google that you have all the rights, power and authority necessary to grant the above licence.

Ég er sjálfur höfundur eða höfundaréttarhafi þess sem ég vista hjá þeim.

Mér sýnist þeim stætt á að birta hvað sem þeim sýnist, svo framarlega sem ég vista það hjá þeim. Best að geyma trúnaðargögn annars staðar, eller hur!

Hönnun – hönnun – hugmyndir

18.27 13/3/08 + 2 ath.

High snobiety

Notcot heldur úti tveimur vefjum gegn hugmyndafátækt í hönnun. Annar vefurinn er helgaður þeirra eigin hönnun, hinn hönnun annarra. Uppáhaldið mitt er þó tastespotting og getið af hverju (;

« Fyrri færslur · Næstu færslur »

© carlos.annáll.is · Færslur · Ummæli